Hygge leikmotta - Stone
Við kynnum: the Hygge Collection frá the Singing Ant.
Hygge leikmotturnar frá the Singing Ant eru fullkomnar inn á öll heimili. Þær koma í fjórum fallegum jarðlitum (Sienna, Stone, Sand og Latte) og passa þess vegna við hvaða stíl sem er ásamt því að veita litla krílinu þínu öruggan og notalegan stað til þess að njóta og leika. Við mælum sérstaklega með þessari mottu fyrir lítil kríli sem eru að læra að skríða og svo eru þær fullkomnar undir leikgrindina!
- Gerðar úr hágæða, umhverfisvænu vegan leðri
- Mjúk pólýester fylling
- Þvermál: 120 cm
- Eiturefnalausar og án BPA
- Uppfylla EN71
- Uppfylla REACH
- Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu!
Leikmotturnar eru gerðar úr hágæða, vegan leðri og eru ekki einungis umhverfisvænar heldur einnig gríðarlega endingargóðar.
Motturnar eru óendanlega fjölhæfar. Þær eru vatnsheldnar og því er auðvelt að þrífa þær. Þú getur notað motturnar undir leikgrindina, skriðæfingar, skynfærisleik (e. sensory play) eða jafnvel sett þær undir matarstólinn hjá litla krílinu þínu sem er að læra að borða! Það er engin þörf á því að setja þær í þvottavélina, mild sápa og mjúk tuska dugar! Motturnar eru fisléttar og því er hægt að taka þær með sér hvert sem maður fer – hvort sem það er leikur með vinum eða slökun í garðinum.
Og jafnvel þegar að mottan er ekki í notkun þá er hún glæsileg sem gólfmotta sem maður þarf ekki að ganga frá!
ÞRIF: Leikmotturnar frá the Singing Ant eru auðveldar að þrífa en vinsamlegast setjið þær ekki í þvottavél.
Það dugar að nota mjúka tusku eða klút með mildri sápu til þess að þrífa motturnar. Vinsamlegast notið ekki hörð efni þar sem þau geta skemmt yfirborðið á mottunni og jafnvel gólfið undir mottunni.
Það má ekki strauja motturnar.
PUNKTAR:
Varist að leika með tússpenna og akrýlmálningu á leikmottunum til að forða þeim frá blettum.
Forðist að geyma mottuna of lengi í beinu sólarljósi þar sem það getur haft áhrif á litinn á mottunni.
GEYMSLA:
Við geymslu þá mun vegan leður krumpast en með tímanum munu krumpurnar jafna sig og telst það ekki sem framleiðslugalli.
Eitt góðráð til að losa við krumpur er að þurrka mottuna létt með rökum klút og leggja hana í sólina í nokkra tíma eða setja hana í þurrkarann á lágum hita í nokkrar mínútur en hitinn mun losa um krumpurnar.