Sjampó og Líkamssápa (50ml)
Láttu vindinn leiða þig ...
Windy Woods er glænýtt vörumerki sem sérhæfir sig í vönduðum og náttúrulegum húðvörum fyrir stóra sem smáa. Húðvörurnar koma í umhverfisvænum umbúðum.
Það eina sem þarf að gera er að hella litlu magni af sápunni í baðkarið og hreyfa við vatninu og þá eruð þið komin með notalegt búbblubað fyrir litla krílið.
Nuddið ennþá minna magni af sápunni í hár barnsins og skolið vel með vatni, passið að sápan fari ekki í augu barnsins. Sápuna er einnig hægt að nota á líkama barnsins.
Áhrif: Síkoríurótin (e. chicory root) nærir húðina og hjálpar henni að ná sínu náttúrulega jafnvægi; silfurlindin (e. silver linden) gefur húðinni raka og bætir teygni hennar; á meðan hindberjafræið (e. raspberry seed extract) róar og endurnærir hana.
97,8% af innihaldsefnum sápunnar eru náttúruleg.
Lykt: Citrus West:
Grunnur: Sítróna, límóna, bergamía (e. bergamot) og mandarína
Hjarta: Appelsína, tröllatré (e. eucalyptus) og kamfóra (e. camphor)
Toppur: Jasmín og býflugnavax (e. beeswax)
Innihald: Aqua, Lauryl Glucoside, Ammonium Lauryl Sulfate, Inulin, Coco-Glucoside, Glyceryl Oleate, Rubus Idaeus Leaf Extract, Tilia Cordata Flower Extract, Fructose, Hydroxypropyl Guar Hydroxypropyltrimonium Chloride, Hydrogenated Palm Glycerides Citrate, Lecithin, Ascorbyl Palmitate, Tocopherol, Citric Acid, Sodium Benzoate, Potassium Sorbate, Benzoic Acid, Tetrasodium Glutamate Diacetate, Parfum, Limonene